140. löggjafarþing — 111. fundur,  1. júní 2012.

réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda.

736. mál
[13:07]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg):

Forseti. Á 138. þingi lögðum við þingmenn allra flokka fram þingsályktunartillögu einmitt um nauðsyn réttarbóta til handa transfólki. Ég þakka hæstv. ráðherra og velferðarnefnd fyrir þá hröðu, öflugu og góðu vinnu sem við sjáum hér núna. Þetta er mikið framfaraskref en lætur lítið yfir sér og varðar fáa einstaklinga. Það er auðvitað stórt skref fram á við í mannréttindamálum og ég óska okkur öllum til hamingju með það.