140. löggjafarþing — 113. fundur,  5. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[18:47]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Fyrst að blómunum. Það sem ég hef gagnrýnt er það að ef ég ætla að fara í blómabransann vil ég kaupa minn hlut af raunverulegum eigendum en ekki af þeim sem af einhverjum sögulegum ástæðum hafa eignast hlut í kerfinu. Ég vil með öðrum orðum fara út í útgerð með því að leigja af þjóðinni miklu frekar en einstaklingum í greininni. (Gripið fram í.) Ég tel það vera kannski grundvallarmuninn á skoðunum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í þessu efni.

Hvað hitt málið varðar — sem var aftur hvað? (Gripið fram í.) Ég tel að á margan hátt þær breytingartillögur sem hafa verið gerðar á kerfinu nú þegar og verða gerðar muni einmitt gagnast þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í greininni og hafa farið best með vegna þess að við erum að veita einmitt þeim fyrirtækjum 20 ára öruggan aðgang að gjöfulustu auðlind þjóðarinnar. (Forseti hringir.) Það er langtum meira og betra en nokkur önnur atvinnugrein getur búið við og býr við.