141. löggjafarþing — 20. fundur,  17. okt. 2012.

barnaverndarlög.

65. mál
[17:16]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki í hv. velferðarnefnd sem hv. þingmaður veitir forstöðu, en mig langar til að spyrja hvað mönnum finnst um svona lagasetningu þar sem ítrekað er frestað framgangi mála sem eiga að fara fram. Ég nefni greiðsluþátttökukerfi lyfja, ég gæti nefnt ótal mörg önnur mál. Það má vel vera að góðar ástæður séu fyrir þessu en þær hefðu átt að liggja fyrir þegar frumvarpið var samið og samþykkt. Ég hefði talið betra að menn færu hægar í sakirnar og gerðu raunhæfar áætlanir í stað þess að koma trekk í trekk og kollvarpa í raun öllum áætlunum sem einstaklingar hafa gert á grundvelli þessara laga.