141. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2012.

afbrigði um dagskrármál.

[11:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég tek undir það sem hér hefur komið fram um fjárlögin og tekjuhlið þeirra. Það er með ólíkindum að þetta skuli vera að koma fram núna, það er verið að ræða fjárlögin í 2. umr. En ég vil sérstaklega taka fram greiðslu kostnaðar vegna opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi — hvernig stendur á því að þetta kemur svona seint fram? Af hverju þarf afbrigði fyrir þetta? Ég bara skil það ekki.

Frú forseti. Þetta er léleg verkstjórn en ég ætla að samþykkja það samt. [Hlátur í þingsal.]