141. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[11:47]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Herra forseti. Það er viðbúið að svo einhliða aðgerð af hálfu ríkisins mundi hafa áhrif á lánshæfismatið, en við því er ekkert að segja. Við erum á þeim stað, að mínu mati, að það skiptir meira máli að meiri fjármunir verði veittir til heilbrigðiskerfisins en til fjármagnseigenda. Mér finnst menn á Alþingi hafa verið óþarflega hræddir við þá umræðu að afskrifa skuldir ríkissjóðs. Það er einfaldlega viðtekin venja að afskrifa skuldir þegar menn standa ekki undir þeim og það er ekkert nýmæli að það sé gert með skuldir ríkissjóða frekar en skuldir annarra. Allt það mas sem var hér á tímabili um að Ísland færi í Parísarklúbbinn er náttúrlega tómt kjaftæði og ber bara vitni um það að menn vita ekkert um hvað þeir eru að tala, menn vita ekki einu sinni hvað Parísarklúbburinn er.

Jú, hugsanlega hefði vaxtaniðurfærsla áhrif á lánshæfismat ríkisins en (Forseti hringir.) við skulum ekki gleyma því að ríkið yrði betur lánshæft á eftir. (Forseti hringir.) Það skiptir máli.