141. löggjafarþing — 43. fundur,  30. nóv. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:41]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Forseti. Þessar upplýsingar eru tiltækar og ég skal sjá svo um að þeim verði komið til hv. þingmanns, ég var að reyna að segja það. Ég held að ég geti fullyrt að heimildir til útgreiðslu og gjaldfærslu inn í LSR séu með álíka hætti og á Íbúðalánasjóði. Ég held því einfaldlega fram að skilningur manna á stofnunum eins og LSR, Íbúðalánasjóði og fleiri opinberum stofnunum sé að ríkissjóður sé í ábyrgð fyrir þeim öllum. Það kann að vera hinn sameiginlegi skilningur og hinn rétti skilningur. En það eru einhver atriði þessu tengd sem kalla á að við förum í gegnum þann haug allan saman.

Ég hef sjálfur efasemdir um að það sé bókað með þeim hætti að það sé fullkomin sjálfskuldarábyrgð ríkissjóðs á þessum stofnunum báðum.