141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:48]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Á tíma mikilla skattahækkana er rétt að fagna því að hér er verið að veita aukið fjármagn til ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra ríkisins undir lið 116. Ég fagna því vegna þess að það hafa verið mikil áhöld um innheimtu, sérstaklega á virðisaukaskatti. Það vantar fleiri milljarða í það kerfi. Ég fagna þessu og tel að rétt sé að rannsaka þessi mál og reynt verði með almennri löggjöf að girða fyrir að hægt sé að stunda skattsniðgöngu áður en farið er að leggja á nýjan skatt eins og t.d. ferðamannaskattinn sem við vorum að afgreiða rétt áðan.