141. löggjafarþing — 48. fundur,  6. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:12]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli á því að í lið 136, Samkeppniseftirlit, og lið 137, Hagstofa Íslands, er verið að auka við annars vegar um 20 millj. kr. og hins vegar um 44,5 millj. kr. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta eru ekki stóru tölurnar í þessari atkvæðagreiðslu, en þær benda í eina átt. Stofnanir ríkisins eru að bæta við sig. Það eru 10 milljónir hérna, 20 milljónir þarna, 40 hér, 30 þar. Svona leggst þetta saman. Þetta er það sem við eigum við með forgangsröðun og aðhaldi; að gæta þess að missa ekki allan reksturinn svona út og hann bólgni út með þessum hætti á sama tíma og við horfum til Landspítalans þar sem verður að bæta í. Enn og aftur, virðulegi forseti, það er mikil fjárfesting að endurbæta og endurnýja tæki Landspítalans. Slík fjárfesting mun skila sér mjög hratt til baka til þjóðarbúsins. Ég er alveg sannfærður um það.