141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:57]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að vinna bug á kynbundnum launamun hefur hann aukist verulega á liðnum árum. Á sama tíma hefur verið dregið úr fjárveitingum til Jafnréttisstofu, sem voru við upphaf kjörtímabilsins að mig minnir 130 millj. kr. Þær eru nú komnar niður í 90 millj. kr. Hér er lagt til 75 millj. kr. framlag, tímabundið í þrjú ár, til átaksverkefnis á vegum Jafnréttisstofu til að vinna gegn kynbundnum launamun. Það er þyngra en tárum taki að sjá hvernig félagshyggjufólkið í salnum, hv. þingmenn, greiðir atkvæði.