141. löggjafarþing — 59. fundur,  20. des. 2012.

upplýsingalög.

215. mál
[17:53]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Ég þakka innilega fyrir þessi svör. Það er eitt sem mig langaði að spyrja þingmanninn Lúðvík Geirsson að, það er: Telur þingmaðurinn að greinar er lúta að upplýsingafrelsi í tillögum að nýrri stjórnarskrá renni styrkum stoðum undir það að við búum ávallt við besta mögulega upplýsingafrelsi sem völ er á hverju sinni?