141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

Íslandsstofa.

500. mál
[10:16]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Íslenskt þjóðfélag, eins og mjög mörg önnur, stendur frammi fyrir miklum vanda. Í framtíðinni munum við væntanlega þurfa að skerða og skera niður hið opinbera kerfi. Hér er verið að búa til eina nýja stofnun. [Hlátur í þingsal.] (Gripið fram í: Nei.) Hún hefur reyndar starfað dálítinn tíma og hefur verið rekin með fjárframlögum þannig að Alþingi hefur alltaf haft heimild til að stöðva reksturinn eða minnka hann. Nú er það gert sjálfvirkt, sett inn í fjárlög og þar með er búið að stofnanagera það og festa það í sessi. Ég vara við því og ég greiði atkvæði gegn því.