141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

barnalög.

476. mál
[17:10]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar að taka undir með þeim tveim hv. þingmönnum sem hér hafa tjáð sig um málefni Skaftárhrepps. Ég tel mjög mikilvægt að þessi fundur fari fram í dag. Þar sem ég sé að hæstv. umhverfisráðherra er í húsi sé ég ekkert því til fyrirstöðu að af þessum fundi verði t.d. í kvöldverðarhléi. Við megum aldrei gleyma því að kerfið er til þess að þjónusta og tala við fólk en ekki öfugt. Við skulum reyna að átta okkur á stöðunni og sjá hvort einhverjar leiðir eru til þess að senda skemmtilegri jólakveðjur út til þeirra sem búa í Skaftárhreppi en gert var hér í morgun.