142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[23:31]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég kem hér upp því að í dag hefur meiri hlutinn því miður ekki stutt tillögur minni hlutans, en þetta er tillaga þess eðlis, hún er formtillaga varðandi fyrirsögn frumvarpsins. Úr fyrirsögn frumvarpsins falla orðin „og eftirlitsheimildir“ af því að við vorum sammála um það í nefndinni að samþykkja ekki breytingar á lögunum hvað varðaði eftirlit stofnunarinnar heldur ætlum að vinna að því nánar í haust og erum sammála um markmiðin að því. Þetta er formtillaga um fyrirsögn frumvarpsins og ég taldi rétt að koma hér og skýra það út.