142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[23:32]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að líta yfir atkvæðatöfluna og sjá að hér er næstum því komið 63:0, en það eru 62 sem virðast ætla að styðja málið og það er mjög þakkarvert.

Ég vil þakka samstarfið við velferðarnefnd og vinnuna þar. Það hefur margítrekað komið fram að þetta er fyrsta skrefið hjá ríkisstjórninni að bæta kjör lífeyrisþega, aldraðra og öryrkja og annarra sem þiggja greiðslur frá Tryggingastofnun. Þetta mun bæta kjör þúsunda lífeyrisþega og að sjálfsögðu, eins og kom fram í framsögu minni, munum við halda áfram að vinna að heildarendurskoðun á almannatryggingunum þannig að nýtt kerfi muni gagnast öllum lífeyrisþegum, öldruðum og öryrkjum og við getum tryggt að við verðum áfram með gott öryggisnet fyrir þá sem á því þurfa að halda.