142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[23:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Ég greiði atkvæði með frumvarpinu en með semingi vegna þess að ég var í þeirri nefnd sem vann að því að samræma lífeyrisgreiðslur almannatrygginga og lífeyrissjóða og sú nefnd komst að þeirri niðurstöðu, eftir mikla yfirlegu, umhugsun og umræðu, að hverfa skyldi frá öllum frítekjumörkum, taka heldur upp lægri prósentu og horfa til framtíðar og þess kostnaðar sem lífeyriskerfið og Tryggingastofnun mun mæta á næstu árum sem er umtalsverður og háttvirt Alþingi verður að taka afstöðu til innan tíðar.

Þess vegna er það með semingi sem ég samþykki þetta en þetta eru góð mál svona hvert fyrir sig og hugsuð til skamms tíma.