142. löggjafarþing — 26. fundur,  11. sept. 2013.

ástandið á lyflækningasviði LSH.

[15:23]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Forseti. Hv. þingmaður nefnir mörg af þeim álitaefnum sem uppi eru varðandi starfsemi Landspítalans. Ég vil engu að síður leggja mikla áherslu á það sem hv. þingmaður sagði hér í fyrri andsvari sínu, að hann væri farinn að óttast að margir væru orðnir ónæmir fyrir erfiðum fréttum af starfsemi Landspítalans. Þá legg ég áherslu á það að Landspítalinn er að vinna gríðarlega gott verk og fyrir utan lyflækningasviðið eru hundruð lækna og sérhæfðs starfsfólks í heilbrigðisþjónustu sem vinna mikla og góða vinnu. Ég fullyrði að heilbrigðisþjónusta á Íslandi stendur mjög framarlega í dag. Við viljum hins vegar og eigum að geta gert betur.

Ég fagna þeim áhuga sem hv. þingmaður sýnir í þessum efnum og treysti á liðsinni hans við það að ná fram bótum á því ástandi sem þarna er við að glíma og allir vilja koma út úr heiminum.