142. löggjafarþing — 28. fundur,  16. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[16:11]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka kærlega fyrir svörin og skil að það er ekki hægt að svara öllum spurningunum á svona stuttum tíma. Þess vegna ætla ég ekki að bæta við nema einni spurningu: Er það rétt skilið hjá mér að þetta verði í raun og veru ekki tilbúið fyrr en starfshópurinn hefur skilað af sér sínum tillögum? Munu lögin ekki gagnast þessum tiltekna hópi sem á að koma með tillögur að breytingum, þ.e. leiðréttingu á höfuðstól lána?

Því spyr ég: Til hvers er verið að flýta sér svona mikið með þetta? Hefði ekki verið betra að bíða með málið þangað til í október og vinna það þannig að algjör sátt væri um málið? Mér skildist að í nefndinni væri í raun mikill samvinnuhugur, (Forseti hringir.) hefði ekki verið hægt að ganga enn lengra (Forseti hringir.) og taka þetta alla leið?