143. löggjafarþing — 83. fundur,  27. mars 2014.

tillögur Orkustofnunar um virkjunarkosti.

[10:46]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Vissulega er það svo að þeir virkjunarkostir sem komið hafa til skoðunar eða verndarkostir sem settir hafa verið í verndarflokk og friðlýstir eða settir í nýtingarflokk og búið að gefa út leyfi til slíkra framkvæmda, eiga alltaf að koma til skoðunar á hverjum tíma í anda laganna. Ég held líka að hugmyndin með lögunum sé sú að við sem erum uppi í dag eigum ekki að koma í veg fyrir að kynslóðir geti tekið upp einhver mál sem við erum ekki búin að gefa út virkjunarleyfi fyrir eða ekki búin að friðlýsa.

Það er síðan sjálfstætt verkefni hvernig við tökum á því hvernig við friðlýsum þessa virkjunarkosti. Komið hefur upp í umræðunni nokkrum sinnum í vetur að það er ólíkt gagnvart náttúruverndarleiðinni eða gagnvart rammaáætlunarleiðinni.

Það er galli. Það þarf að vera skýrara. Við höfum ítrekað lent í vandræðum hvað það varðar. Meðal annars er reglugerð í smíðum sem snýr verkefnisstjórninni, (Forseti hringir.) hún hefur ekki verið gerð af fyrri ríkisstjórnum og mun taka á því með hvaða hætti klára þarf að slíka friðlýsingu. Ég tek undir að það er mikilvægt.