144. löggjafarþing — 17. fundur,  9. okt. 2014.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

17. mál
[12:42]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Aðgengi er eitt atriði og getur vissulega haft áhrif á eftirspurn. Mig langar að spyrja þingmanninn: Ef þetta frumvarp í heild sinni með auknum útgjöldum til forvarna er undir — vissulega hefur sá þáttur meiri áhrif á það hvort vara sé keypt og hennar neytt og dregur úr neyslu unglinga, þ.e. forvarnahlutinn, auglýsingar gegn neyslunni — ef forvarnir hafa meiri áhrif á neyslu en aukið aðgengi, sér hv. þingmaður sér þá fært að styðja frumvarpið?