144. löggjafarþing — 32. fundur,  13. nóv. 2014.

byggingarvörur.

54. mál
[12:01]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vildi bara vekja athygli hv. þingheims á því að löggjöfin sem hér um ræðir og verið er að hleypa í gegn með afbrigðum er samin í Evrópusambandinu. Það er alveg sérstaklega þess virði, ég mæli með því fyrir Evrópusinna að koma hérna upp og horfa framan í andstæðinga Evrópusambandsins þegar þeir samþykkja þessa löggjöf, eins og þeir gera ítrekað með annarri hendinni á milli þess sem þeir bölva Evrópusambandinu og finna því allt til foráttu.

Það eru tvær tegundir Evrópusinna í íslenskum stjórnmálum, þeir sem vilja taka þátt í að semja löggjöfina og svo hinir sem eru hér að samþykkja hana án þess að koma að því eða gera nokkurn skapaðan hlut í því.