144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

framhald umræðu um raforkumál.

[13:24]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég held að það þurfi að skoða þetta mál allt saman dálítið í heild sinni, hvernig vinnubrögðin eru almennt í þinginu. Við erum að fá fregnir af því að á morgun, í fyrramálið, eigi að ljúka umfjöllun í atvinnuveganefnd um rammaáætlun og breytingartillögur sem formaðurinn og fleiri hafa kynnt hér (Gripið fram í: Það var kynnt.) við rammaáætlun og þá þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram. Enn og aftur hefur verið ákveðið að hunsa umhverfis- og samgöngunefnd vegna þess að við höfum ekki enn fengið beiðni um að senda inn umsögn þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir því í nefndinni af einum fulltrúa atvinnuveganefndar. Þessi vinnubrögð öll eru orðin hin undarlegustu. Umhverfis- og samgöngunefnd kom með umsögn við upphaflegu þingsályktunartillöguna. Það er gerð tillaga um gríðarlega breytingu (Gripið fram í.) á henni og við fáum ekki að segja orð um það. Hvers vegna? Vegna þess að menn ætla að keyra þetta í gegn og er andskotans sama, afsakið orðbragðið, virðulegi forseti, og er alveg sama hvað félögum þeirra finnst um málið.