144. löggjafarþing — 127. fundur,  11. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[16:33]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er alveg rétt athugað hjá hv. þingmanni að ef gjaldeyrisforði væri til hér óskuldsettur og honum væri til að dreifa þá væri kannski hægt að taka það og ávaxta erlendis. Ég held samt sem áður — við erum í þeirri stöðu að núna er óskuldsettur gjaldeyrisforði innan við hundrað milljarða held ég (Gripið fram í: Hundrað og fimmtíu.) óskuldsettur, ég held því miður ekki mikill. Ég held að það sé þannig að ekki sé svo auðvelt að taka peningana út í stórum stíl þá leiðina. Það tæki líka sömuleiðis marga áratugi.

Ég sé ekki annað, því miður, en að leiðin sem gengur upp í mínum huga er annaðhvort að læsa þetta inni á reikningi og þá horfa á það þar sem freistnivanda eða bara láta þetta hverfa sem ég held að sé langbest og langheiðarlegast. Þetta er ekki til. Þetta er ekki hvalreki. Við erum að hreinsa út ójafnvægi í kerfinu og getum ekki byrjað á því að færa síðan bara ójafnvægið aftur út í kerfið daginn eftir.