145. löggjafarþing — 18. fundur,  8. okt. 2015.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:58]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Talsmenn þessa frumvarps vilja sem mest hömluleysi í sölu vímuefna, áfengis í þessu tilfelli. Þá er spurning hvar menn vilja draga línuna. Teygja menn ekki línuna lengra og fara að horfa til fleiri efna sem hafa verið bönnuð hér hingað til? Af hverju á að auka frelsi í sölu áfengis ef menn fara ekki með það lengra, í kannabisefni og annað því um líkt?

Varðandi ábyrgðina: Telur hv. þingmaður að verslunin sé tilbúin að axla þá miklu ábyrgð í formi skatta, aukinna skatta, til að standa undir því sem heilbrigðiskerfið greiðir í dag með þeim heilbrigðisvanda sem áfengið skapar í kerfinu? Telur hv. þingmaður að verslunin sé tilbúin að axla (Forseti hringir.) þann vanda með fjármunum sínum?