145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:05]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hversu mikið lengur þarf hæstv. ráðherra að reyna á þolinmæði okkar hv. þingmanna? Ég bara spyr. Og til þess að varpa þeirri spurningu aðeins öðruvísi fram, af því að hv. þm. Vigdís Hauksdóttir sagði að þetta væri misnotkun á dagskrárlið: Er þetta misnotkun á dagskrárlið eða misnotkun á valdi hæstv. ráðherra? Hversu mikið lengur þurfum við eiginlega að bíða þæg og góð til að þetta mál komist á dagskrá? Hversu mikið lengur þurfum við að biðja fallega?

Þolinmæði okkar er á þrotum. Ég styð þessa dagskrárbreytingu vegna þess að reynt hefur á þolinmæði þingsins allt of lengi og það er kominn tími til að við fáum að ræða við hæstv. forsætisráðherra um þetta mál án þess að það sé eitthvert meira vandamál en það.