145. löggjafarþing — 25. fundur,  22. okt. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:29]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegi forseti. Það eru dásamleg forréttindi að búa í samfélagi með þá stjórnskipan sem við búum við með innbyggðan vélbúnað, ef svo má að orði komast, í sínu lýðræðisfyrirkomulagi sem tryggir að minni hlutinn hefur rétt. Það eru ákveðin verkfæri sem minni hlutinn í þinginu hefur til þess að taka mál upp. Það er auðvitað réttur hæstv. forsætisráðherra að neita að koma til umræðu í þinginu. Auðvitað er það réttur hans. Það er enginn sem mun neyða manninn til þess að koma hérna og tala við stjórnarandstöðuna ef hann vill ekki gera það. En það er líka réttur okkar að vekja athygli á því að hæstv. forsætisráðherra lofaði ákveðnum hlutum sem er ekki verið að standa við, alla vega verður ekki komið auga á það, og það er réttur okkar í minni hlutanum að fá að ræða það og taka það upp og leggja fram tillögu um að það verði sett á dagskrá. Sjálfsagt mál. Það eina sem er ekki eðlilegt í þessari umræðu er þegar stjórnarmeirihlutamenn koma hingað og segja: Hættið að tala. (Forseti hringir.) Hættið að tala um þetta. Það er óeðlilegt. Ég segi já.