145. löggjafarþing — 33. fundur,  12. nóv. 2015.

fullnusta refsinga.

332. mál
[16:03]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka kærlega fyrir svörin og held að það sé einmitt mjög gott að fá skýra afstöðu um að þetta sé fyrsta skrefið. Að sjálfsögðu hefði ég viljað að gengið hefði verið lengra og það hefði verið aðeins opnara ferli í kringum málið. Þetta snertir svo marga fleti og það á eftir að taka inn svo mikið. Ég skora á hv. allsherjarnefnd að tryggja víðtækt samráð og skoða þetta stóra kerfi á þann hátt að við viljum betrun í staðinn fyrir refsingu. Við höfum séð það alls staðar þar sem tekið er á þessum málefnum að betrunin er meira í þeim anda sem á við hérlendis sem og ætti auðvitað að vera erlendis. Við höfum séð hvernig þetta kerfi hefur virkað í Bandaríkjunum til dæmis. Ég hvet allsherjarnefnd til að hlusta vel á til dæmis Afstöðu, félags fanga, um hvernig best sé að tryggja að þetta skili (Forseti hringir.) einhverjum árangri fyrir samfélagið í heild.