145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:14]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Í fyrsta lagi fer málið mjög hratt og óvenjulega í gegnum nefnd. Í öðru lagi taka stjórnarliðar engan þátt í þessari umræðu, þeir koma ekki með nein rök og reyna ekki að eiga við okkur samtal eða svara spurningum okkar. Í þriðja lagi hefur ráðherrann heldur engan áhuga á því að eiga orðastað við okkur og í fjórða lagi hafa forseti, ráðherra og stjórnarmeirihlutinn í engu svarað fjölmörgum boðum okkar um að eiga við okkur orðastað um mögulega sátt í málinu.

Ég held að það sé búið að nefna fjórar ólíkar tillögur um það hvernig friður gæti skapast um málið. Nú er verið að keyra málið inn í kvöldfund þar sem ráðherrann ætlar ekki að vera viðstaddur og ekki einn einasti þingmaður stjórnarliðsins er í salnum.

Er þetta boðlegt Alþingi Íslendinga?