145. löggjafarþing — 40. fundur,  25. nóv. 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

91. mál
[21:30]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Áhugaleysi ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á þróunarsamvinnu kemur ekki á óvart en það kemur á óvart að hér hafi stjórnarliðar verið tilbúnir að greiða atkvæði með kvöldfundi þegar ekki einn einasti stjórnarliði nema utanríkisráðherra sjálfur hefur verið tilbúinn að ræða þetta mál hér í kvöld.

Ef málið er svo brýnt í þeirra huga að þau vilji hafa fund fram eftir kvöldi án þess að nokkur þörf sé á væri eðlilegt að þau segðu okkur frá þeim hugsjónaeldi sem rekur þau áfram til að leggja niður eina af betri stofnunum ríkisins, Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Við höfum leitt að því líkur í ræðum að þetta muni hafa mjög neikvæð áhrif á þróunarsamvinnu Íslands og okkur fýsir að vita hvað (Forseti hringir.) stjórnarliðar sjá jákvætt í þessu máli fyrir þróunarsamvinnu íslenska ríkisins.