145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:06]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við getum deilt um það hvort við gerum nóg og hvort þessar bætur verði nógu háar strax í janúar en við getum ekki deilt um það að lægstu bætur með heimilisuppbót verða 1.900 kr. hærri en lægstu laun — 1.900 kr. hærri en sá sem vinnur fullan vinnudag og hefur ekkert annað. (Gripið fram í: Þarf þá ekki …?) Ég skal alveg taka þann slag að við hækkum lægstu laun (SSv: Við hvern …?) en ég vil ekki taka undir það að við hækkum bæturnar upp fyrir lægstu laun. Þá erum við ekki alveg að gefa rétt skilaboð til þeirra sem eru þó að vinna. (LRM: … að verða öryrkjar.) (Gripið fram í.)

(Forseti (EKG): Voðalega er erfitt að fá hljóð á meðan forseti reynir að kynna hv. þingmenn sem ætla að halda ræðu.)