145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:44]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Það er rétt sem hefur komið fram fyrir þessa atkvæðagreiðslu að hún snýst um grundvallarstefnu flokkanna. Hægri menn á Alþingi vilja að barnabætur byrji að skerðast við 200 þús. kr. (Fjmrh.: Sama og þið.) Sama og við, já, en það hefur ýmislegt gerst síðan haustið 2012, hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra. Meira að segja hefur orðið verðbólga og breytingar á kjörum manna á þeim tíma. Það sem minni hlutinn leggur til er að barnabætur byrji ekki að skerðast fyrr en við lágmarkslaun sem eru 270 þús. kr. á árinu 2016. Það er ekki óskastaða jafnaðarmanna en það er tillaga til þess að bæta aðeins úr því óréttlæti sem hægri menn á Alþingi eru greinilega fylgjandi.