145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[12:10]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Við erum hér að bregðast við til að koma í veg fyrir víxlverkun milli örorkulífeyris almannatrygginga og greiðslu örorkustyrks og aldurstengdrar örorkuuppbótar og tekjutryggingar. Það er verið að framlengja þessar breytingar þannig að samanburður geti orðið milli ára til að koma í veg fyrir að óæskileg víxlverkun eigi sér stað. Á sínum tíma náðist tímamótasamkomulag milli stjórnvalda og Landssamtaka lífeyrissjóða og er það vel.

Ég segi því já.