145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[12:14]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um það hvernig ríkið stendur við skuldbindingu sína samkvæmt lögum og sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Í málflutningi kirkjunnar hefur komið fram að hún telur að hér sé óskum hennar ekki mætt og ekki staðið fyllilega við þá samninga sem undirliggjandi eru þessu. Mér finnst mikilvægt að staðið sé við samninga og þess vegna get ég ekki greitt þessu atkvæði.

Ég mun sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu en samþykkja hins vegar 46. gr.