145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[12:17]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um frammistöðu hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra hvað varðar uppbyggingu á ferðamannastöðum, í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum. Það bítur eiginlega höfuðið af skömminni að hér er enn haldið inni fyrir árið 2016 skerðingu á hinum mörkuðu tekjum sem lagðar eru á og aflað í því skyni að byggja upp ferðamannastaði í landinu. Það á að klípa 13 milljónir af mörkuðum tekjum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða, af gistináttagjaldi. Í staðinn hefur svo ríkisstjórnin í fjáraukalögum hvers árs orðið að reyna að bjarga í horn með verulegum fjárveitingum. Lágmark væri að greinin fengi óskertan þennan markaða tekjustofn sem lagður var einmitt á í því skyni að byggja upp á fjölsóttum ferðamannastöðum, í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum.

Ég er á móti þessu og mér finnst nánasarlegt að reyta þarna af sjóðnum 13 millj. kr.