145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[10:41]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þriðja árið í röð erum við að greiða atkvæði um fjáraukalög þar sem mörg hundruð milljónum er varið í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Það sýnir að ríkisstjórnin ræður ekki við það verkefni sem blasir við þjóðinni í miklum straumi ferðamanna og þarf þess vegna ár eftir ár að slumpa fjármunum eftir á í þessa uppbyggingu. Það er alveg glatað að menn skuli ekki geta búið til áætlanir, fylgt þeim og gert þetta sómasamlega.