145. löggjafarþing — 128. fundur,  2. júní 2016.

gjaldeyrismál o.fl.

810. mál
[22:36]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Þegar ég skrifaði undir meirihlutaálit efnahags- og viðskiptanefndar vegna frumvarpsins um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum lagði ég mikla áherslu á að inn í það nefndarálit kæmi setning sem lyti að því að grípa þyrfti til einhverra ráðstafana vegna vaxtamunarviðskipta. Nú liggur fyrir frumvarp þess efnis og þá hlýtur að vera sjálfsagt að greiða því atkvæði. Það hefði mátt koma fyrr, það hefði mátt vera meira samráð, það hefði mátt vera alls konar, en málið er komið, er hér nú og við greiðum því atkvæði.