145. löggjafarþing — 133. fundur,  16. ág. 2016.

námslán og námsstyrkir.

794. mál
[18:54]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka Steinunni Þóru Árnadóttur þessar vangaveltur. Mitt svar er: Jú, að sjálfsögðu, ef við sjáum augljóslega að einhver hópur fer illa út úr þessum tillögum og þessu frumvarpi þurfum við að laga það. Hins vegar hef ég aðeins rýnt í tillögur stúdentaráðs og ef ég man rétt er meiri hluti í því ráði konur og niðurstöðurnar eru ekki á þá leið að það komi konum illa. Hugsanlega þurfum við að ræða það eitthvað frekar og rýna það meira en eftir að hafa rýnt það þá sló alla vega á þær áhyggjur. Auðvitað ber að hafa áhyggjur af þessu og skoða það því að ég held að um 70% af nemendum, alla vega í Háskóla Íslands, séu konur. Ef við skoðum þann hóp sérstaklega erum við með rosalega stór hóp undir, þannig að ég held að það sé mjög gott að eiga umræðu um þetta.

Ég læt staðar numið hér.