145. löggjafarþing — 169. fundur,  12. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[17:59]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við í Bjartri framtíð styðjum sumt í þessu frumvarpi. Við styðjum auðvitað hækkanir og kjarabætur til þeirra hópa sem þiggja laun og framfærslu frá ríkinu. Við styðjum sumar kerfisbreytingar sem hér eru gerðar, en aðrar sem settar hafa verið fram og ekki í samráði við fulltrúa þeirra hópa, styðjum við ekki. Við stöndum á bak við breytingartillögur stjórnarandstöðunnar heils hugar. Við teljum að það sé spurning um mannréttindi að þeir hópar sem eiga framfærslu sína undir okkur og ákvörðunum hér eigi skilið að fylgja öðrum hópum í samfélaginu. Það er ekki spurning um þægindi í ríkisreikningnum, heldur er það mannréttindamál. Við munum væntanlega sitja hjá, en styðja það sem er gott í frumvarpinu.