145. löggjafarþing — 171. fundur,  13. okt. 2016.

almannatryggingar o.fl.

857. mál
[12:03]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Á sama tíma og ég fagna því að hér sé verið að hækka bætur þá set ég spurningarmerki við ákveðna aðferðafræði og ákveðin vinnubrögð sem voru viðhöfð, m.a. það hversu seint frumvarpið kom inn í þingið. Nefndarmönnum, mörgum hverjum, hefur ekki gefist tími til að setja sig inn í málið og hafa viðurkennt að þeir gátu einfaldlega ekki skilið nákvæmlega hvað var í gangi. Ég á svolítið erfitt með að hafa ekki fengið almennilega útskýringu á því hvaða áhrif það muni hafa að hækka skerðingarhlutfallið á sumum stöðum, minnka það annars staðar og þar fram eftir götunum. Á sama tíma og ég fagna þessu set ég spurningarmerki við vinnubrögðin. Ég ætla því að sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu eins og minni hlutinn mun, held ég, almennt gera, einfaldlega út af því að við þurfum að gera betur og við þurfum að vinna meira saman. Það er alveg ótækt að við séum að fella breytingartillögur út af því að þær komu úr vitlausri átt. Það er pólitík sem við eigum ekki að stunda lengur.