146. löggjafarþing — 7. fundur,  20. des. 2016.

kjararáð.

7. mál
[14:33]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Þó finnst mér eiginlega vanta svarið í svarið þar sem ekki var skýrt hvort þetta ætti að vera nefnd, sem ég veit ekki alveg hvar á heima innan stjórnkerfisins, eða dómur. Það væri gott að fá það skýrt. Mér finnst ég hafa einhvern tímann heyrt hv. þingmann tala um gagnsemi þess að hafa lög einföld. Ef við ætlum að búa til sérákvæði í lögum um gagnsæi í rekstri þessarar nefndar, er það ekki bara tvítekning á því sem þegar er til í upplýsingalögum og í lögum um opinbera stjórnsýslu? Væri ekki gagnlegra að fella hana undir þau með einhverjum ákvæðum? Kannski getum við tekið undir það sjónarmið að kjararáð sé einhvers konar gerðardómur eða álíka. Þá kemur aftur að spurningunni: Eiga dómstólar ekki líka heima þar undir?