146. löggjafarþing — 9. fundur,  21. des. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

6. mál
[15:09]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Því miður hefur ekki náðst sú samstaða um það markmið sem er þessu máli til grundvallar. Í samfélaginu er ágætissamstaða um að gera þurfi þessar kerfisbreytingar en málshraðinn hefur verið of mikill, ekki hefur verið unnið nægjanlega að því að tryggja ýmis skilyrði þess að það geti farið í gegn með þeim hætti sem verið er að leggja til. Það hefur ekkert mat komið fram á heildrænum efnahagslegum áhrifum þess. Það gæti verið að þetta verði hættulegt hagkerfinu, það er auk þess brot á samkomulagi við launamenn sem felst í þessu. Þar af leiðandi get ég ekki í augnablikinu samþykkt að málið sé tekið fyrir. Ég myndi gjarnan vilja, ég mun segja nei, en ég myndi óska þess að við gætum unnið þetta betur, í betra tómi og ekki taka óþarfaáhættu með samfélagið.