146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

jafnréttisákvæði í frumvarpi um dómstóla.

[14:19]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegi forseti. Það er gott að heyra í öllu myrkrinu hér að svo virðist sem við séum öll sammála um markmiðið, þ.e. að fjölga konum í ábyrgðarstöðum. Það er verra að hv. formaður allsherjar- og menntamálanefndar skuli telja að það gerist bara af sjálfu sér, sem er þá væntanlega ekki alveg í anda jafnréttislaganna að við þurfum að setja sérstök lög um þetta. En í ljósi þess að við öll hér inni virðumst vera sammála um markmiðið langar mig að gera það að tillögu minni, fyrst það er erfitt að þessi setning sé bara í þessu eina lagafrumvarpi, að við einsetjum okkur það að í hverju einasta lagafrumvarpi sem við samþykkjum á Alþingi verði áréttað að farið skuli eftir jafnréttislögum, í þessu frumvarpi sem öðrum, að við hnýtum þá setningu við hvert einasta lagafrumvarp sem við samþykkjum á hv. Alþingi.