146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

vísun skýrslna Ríkisendurskoðunar til nefndar.

[10:01]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Með bréfi dagsettu 24. maí hefur forseti óskað eftir því við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, samanber ákvæði 8. töluliðar 1. mgr. 13. gr. þingskapa, að hún fjalli um eftirfarandi skýrslur Ríkisendurskoðunar: eftirfylgniskýrslu um sorpbrennslur með undanþágu frá tilskipun ESB, eftirfylgniskýrslu um rekstrarstöðu og reiknilíkan framhaldsskólanna, skýrslu um Samgöngustofu – innheimtu kostnaðar, eftirfylgniskýrslu um úthlutanir forsætisráðuneytis af safnliðum fjárlaga 2012–2014 og skýrslu um Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.