148. löggjafarþing — 4. fundur,  16. des. 2017.

útlendingar.

7. mál
[13:00]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni, löggjöfin á auðvitað að vera eins einföld og frekast er unnt og gagnsæ að sama skapi þannig að það þurfi ekki að vera flókið að átta sig á réttarstöðunni.

Við Íslendingar höfum verið að öðlast mikla reynslu í þessum málum. Það er ekki svo langt síðan að Ísland varð vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Nú er Ísland líka að verða það fyrir námsmenn. Það er ánægjulegt. Við eigum auðvitað að fagna því og reyna að liðka til fyrir komu manna sem vilja koma hingað til lengri eða skemmri dvalar í þeim tilgangi.