148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

útlendingar.

7. mál
[11:58]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér erum við enn eina ferðina að afgreiða galla á útlendingalögum. Ég vildi einfaldlega nota tækifærið til að hvetja þingheim til dáða, til að hefja sem fyrst vinnu við endurskoðun á útlendingalögunum til að við megum búa öllum hér talsvert mannúðlegra umhverfi en við gerum nú. Sú breyting sem við erum að vinna í gegnum þingið núna er hins vegar til góða og við styðjum hana heils hugar. Ég þakka fyrir gott samstarf í nefndinni um úrlausn þessa máls en vil hvetja alla til þess að fylgjast grannt með því að við höldum áfram í rétta átt og reynum að tryggja dvalarleyfi fólks óháð því hvaðan það kemur og jafnvel að jafna búseturétt á námsfólk, þ.e. dvalarleyfi barna þvert á námsleyfi, og hættum að mismuna eftir því hvort maður er iðnnemi eða doktorsnemi, að hann fái dvalarleyfi hér fyrir fjölskyldu sína.