148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[22:47]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf):

Herra forseti. Eins og ég kom inn á í ræðu minni áðan hefði ég viljað sjá umtalsvert meira sett í samgöngur á næsta ári. Mörg mjög mikilvæg samgönguverkefni geta hreinlega ekki beðið lengur. Samfylkingin leggur hér til mjög hófsama breytingartillögu sem ég hvet hv. þingmenn til að styðja.

Ég segi já.