148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:11]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég fagna því að hér er gerð tillaga um 30 millj. kr. tímabundna fjárheimild til að gera þarfagreiningu vegna göngudeildar við Sjúkrahúsið á Akureyri. Það er mjög þörf framkvæmd og aðkallandi, auk þess sem sett er 50 milljóna tímabundið framlag til eflingar og þróunar á sérhæfðri göngudeildarþjónustu.

Ég bind vonir við að þetta sé fyrirheit um það sem koma skal af því að efling Sjúkrahússins á Akureyri er virkilega aðkallandi.