148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:18]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf):

Herra forseti. Það liggur fyrir að fyrirhuguð 4,7% hækkun á bótum almannatrygginga til öryrkja, og reyndar aldraðra, er ósæmilega lág. Hún miðar við vísitölu neysluverðs að stofni til en ekki launavísitölu og er þannig úr samhengi og úr sambandi við almenna launaþróun í landinu. Þar að auki er hún í andstöðu við ákvæði laga um almannatryggingar varðandi þá viðmiðun sem ber að leggja til grundvallar.

Ég segi já.