148. löggjafarþing — 9. fundur,  22. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:19]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Til að koma í veg fyrir misskilning hvað þetta varðar er þetta framlag til hækkunar örorkulífeyris þannig að það dregur úr skerðingu vegna tekna með tilfærslu úr sérstakri framfærsluuppbót í örorkulífeyri. Þetta er atvinnutekjuhlutinn. Af því að ekki voru samþykktir 3 milljarðar hérna áðan samþykkir fólkið kannski 1,7. Nei, lítur ekki út fyrir það. Má reyna næst.