148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:38]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Stjórnarandstaðan leggur fram afskaplega hófstilltar tillögur, annars vegar um að barnabætur byrji ekki að skerðast fyrr en við 300.000 kr. mánaðarlaun, sem verða lágmarkslaun á árinu 2018, og hins vegar um að eignamörk vegna vaxtabóta hækki um 5,2 milljónir þó að hærri hækkun hefði sannarlega verið réttlætanleg.

Ég kalla eftir samstöðu í þinginu um þessi tvö mikilvægu mál sem snúast um öflug stýritæki til að vinna gegn ójöfnuði í samfélaginu. Þetta eru hvoru tveggja mjög árangursrík stýritæki til að beita gegn ójöfnuði, til að auka jöfnuð í samfélaginu. Ég kalla eftir samstöðu, að við skoðum málið heildstætt og föllumst á að hér er um réttlætismál að ræða.