148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:47]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í breytingartillögu á þskj. 107 er verið að taka á einu ljótasta máli sem ég hef séð varðandi almannatryggingalögin, þ.e. að rétta fólki styrki með vinstri hendinni og taka þá síðan af því nokkrum mánuðum seinna með hægri hendinni. Það er gert með því að gera styrki fyrir lyfjum að tekjum og þar af leiðandi skatta þá. Síðan er þetta líka notað til að skerða barnabætur, vaxtabætur, alls konar bætur.

Hver gerir svona? Því þá ekki bara að afnema þessa styrki hreint og beint fremur en að plata veikt og slasað fólk og eldri borgara þessa lands? Ef þetta eru vinnubrögðin og ef þetta á að vera svona spyr ég: Hvers vegna í ósköpunum og hvernig getur þingið leyft sér að koma svona fram við veikt og slasað fólk?